Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jónas og Hörður í byrjunarliðinu
Þriðjudagur 11. október 2005 kl. 13:43

Jónas og Hörður í byrjunarliðinu

Knattspyrnumennirnir Jónas Guðni Sævarsson og Hörður Sveinsson frá Keflavík verða í byrjunarliði U 21 árs landsliðsins í knattspyrnu sem mætir Svíum í undankeppni EM í Svíþjóð í dag. Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma en fyrri viðureign liðanna lauk með 3:0 sigri Íslands á Grindavíkurvelli þar sem Hannes Þ. Sigurðsson gerði öll mörkin.

Íslenska liðið getur haft áhrif á lokastöðuna í riðlinum því Svíar þurfa að vinna leikinn til að vera öruggir með að komast áfram.

Byrjunarlið Íslands:
Markvörður:  Ingvar Þór Kale.

Hægri bakvörður:  Jónas Guðni Sævarsson.

Vinstri bakvörður:  Gunnar Þór Gunnarsson.

Miðverðir:  Tryggvi Sveinn Bjarnason og Ragnar Sigurðsson.

Tengiliðir:  Davíð Þór Viðarsson (fyrirliði) og Bjarni Þór Viðarsson.

Hægri kantmaður:  Sigmundur Kristjánsson.

Vinstri kantmaður:  Emil Hallfreðsson.

Sóknartengiliður:  Pálmi Rafn Pálmason.

Framherji:  Hörður Sveinsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024