Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jónas og Hörður byrja inn á
Föstudagur 2. september 2005 kl. 14:31

Jónas og Hörður byrja inn á

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U 21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt sem leikur í dag gegn Króatíu á KR-velli kl. 17:30.

Keflvíkingarnir Jónas Guðni Sævarsson og Hörður Sveinsson eru báðir í byrjunarliðinu í dag en Magnús Þormar, markvörður frá Keflavík, er á bekknum.

Uppstilling landsliðsins í dag:
Markvörður:
Ingvar Þór Kale, Víkingi.
Hægri bakvörður: Steinþór Gíslason, Val.
Miðverðir: Tryggvi Bjarnason, KR og Sölvi Geir Ottesen, Djurgården.
Vinstri bakvörður: Gunnar Þór Gunnarsson, Fram.
Miðjumenn: Davíð Þór Viðarsson, FH (fyrirliði) og Jónas Guðni Sævarsson, Keflavík.
Hægri kantur: Sigmundur Kristjánsson, KR.
Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson, Tottenham.
Sóknartengiliður: Pálmi Rafn Pálmason, KA.
Sóknarmaður: Hörður Sveinsson, Keflavík.
Varamenn: Magnús Þormar (Keflavík), Eyjólfur Héðinsson (Fylki), Ragnar Sigurðsson (Fylki), Garðar Gunnlaugsson (Val), Helgi Pétur Magnússon (ÍA), Andri Júlíusson (ÍA) og Andri Ólafsson (ÍBV)

VF-mynd/ Jónas Guðni í leik gegn Etzella í Lúxemborg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024