Jónas og Fannar sameinaðir
Bræðurnir Jónas Guðni og Fannar Orri Sævarssynir skrifuðu á dögunum undir samning við Keflvíkinga. Eins og kunnugt er kom Jónas aftur á heimaslóðir frá KR en Fannar Orri var að framlengja samning sinn um þrjú ár við félagið.
Fannar er 18 ára og þykir efnilegur á meðan Jónas er reynslumikill leikmaður úr úrvalsdeild og atvinnumennsku. Gaman verður að fylgjast með þeim bræðrum á vellinum í 1. deildinni í sumar.