Jónas meiddur og lið hans á botninum
Enn gengur allt á afturfótunum hjá Jónasi Guðna Sævarssyni og félögum hans í Halmstad en liðið tapaði aftur og situr nú í neðsta sæti deildarinnar. Liðið tapaði á útivelli gegn IF Elfsborg 3-2 og það sem verra er að Jónas meiddist í leiknum, en ekki er vitað til þess að um alvarleg meiðsli sé að ræða.