Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Íþróttir

Jónas í landsliðið
Þriðjudagur 10. október 2006 kl. 18:48

Jónas í landsliðið

Jónas Guðni Sævarsson hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu en Jónas leikur með Keflavík og varð bikarmeistari með liðinu á dögunum. Þeir Veigar Páll Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson verða ekki með landsliðinu gegn Svíum á morgun á Laugardalsvelli. Veigar Páll er veikur en Helgi Valur mun vera meiddur. Eyjólfur kallaði því til Jónas Guðna sem átti magnaða leiktíð með Keflvíkingum í sumar.

 

Íslenska liðið mætir Svíum á Laugardalsvelli kl. 18:05 á morgun í riðlakeppninni fyrir EM.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25