Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jónas hélt velli á móti Sissa í tippleiknum.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 22. október 2023 kl. 16:42

Jónas hélt velli á móti Sissa í tippleiknum.

Jónas Þórhallsson hafði betur gegn Sigursveini Bjarna Jónssyni í leik Sandgerðinganna í tippleik Víkurfrétta og hefur því tyllt sér rækilega á toppinn eftir tvo sigra. Leikur Sandgerðinganna var hnífjafn! Þeir voru báðir með 10 rétta, báðir með fimm rétta í leikjum með 1 merki og báðir með alla leikina rétta með tveimur merkjum. Reglan í leiknum segir til um að ef ekki er enn búið að finna sigurvegara, fær sá sem er með flesta rétta á fyrstu sex leikjunum, sigurinn. Jónas var fimm þannig rétta á móti fjórum réttum Sissa. 

Til hamingju Jónas!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Jónas vann á því að vera með fleiri rétta á fyrstu sex leikjunum.