Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jónas Guðni hjá Sandefjord
Þriðjudagur 30. janúar 2007 kl. 10:07

Jónas Guðni hjá Sandefjord

Jónas Guðni Sævarsson, miðvallarleikmaður Keflavíkur, skreppur til Noregs í dag og verður til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu Sandefjord fram á sunnudag. Jónas æfir með liðinu og spilar auk þess einn leik. 

 

Jónas er lykilmaður í liði Keflavíkur og hefur verið það undanfarin ári og varð m.a. bikarmeistari árin 2004 og 2006 með Keflavík. Hann hefur leikið 80 deildarleiki, 13 bikarleiki og 8 Evrópuleiki fyrir Keflavík og skorað tvö deildarmörk og eitt eftirminnilegt mark í bikarnum gegn Víking á síðustu leiktíð. 

 

Jónas lék með öllum yngri landsliðum Íslands, var valinn í A-landsliðshópinn í haust og var þá varamaður í leik gegn Svíum.

 

www.keflavik.is

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024