Jónas Guðni aftur til KR
Keflvíkingurinn Jónas Guðni Sævarsson er genginn til liðs við KR á nýjan leik frá sænska félaginu Halmstad þar sem hann hefur leikið síðan 2009.
Jónas kom til KR frá Keflavík fyrir leiktíðina 2008 en fór síðan til Halmstad um sumarið 2009.
KR hefur gert samkomulag við Jónas og Halmstad um félagaskiptin og gildir samningur Jónasar út leiktíðina 2015 en þetta kemur fram á vef KR-inga.
Jónas hefur ekki verið inni í myndinni hjá Halmstad en á dögunum fór hann til danska félagsins Vejle á reynslu. KR og hans gamla félag Keflavík vildu einnig fá Jónas og nú er ljóst að hann mun leika í Vesturbænum.
Jónas skoraði sex mörk í 60 leikjum með meistaraflokki KR á sínum tíma en hann var fyrirliði bikarmeistara KR árið 2008 og leikmaður ársins hjá KR sama ár.
Hann skoraði fimm mörk í 52 leikjum með Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni á árunum 2009 til 2011 og lék tvo leiki með félaginu í fyrstu deildinni í sumar.