Jónas, Hörður og Magnús í U-21 landsliðinu
Þeir Jónas Sævarsson, Hörður Sveinsson og Magnús Þormar eru allir í U-21 árs landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Ungverjum og Möltubúum í undankeppni Evrópukeppni U-21 árs landsliða. Ljóst er að Ingvi Rafn Guðmundsson hefði einnig verið í þessum hópi ef hann hefði ekki meiðst illa á dögunum.
Þetta kemur fram á vefsíðu knattspyrnudeildar Keflavíkur.