Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóna Sigríður til Grindavíkur
Föstudagur 3. desember 2010 kl. 10:56

Jóna Sigríður til Grindavíkur

Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk í kvennafótboltanum því Jóna Sigríður Jónsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Jóna Sigríður er 26 ára varnarjaxl og kemur frá Haukum þar sem hún hefur verið lykilleikmaður undanfarin ár. Jóna Sigríður hefur spilað 137 leiki í deild og bikar fyrir Hauka og Stjörnuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn Garðars Páls Vignissonar, formanns kvennaráðs knattspyrnudeildar, er von á frekari liðsstyrk á næstunni. ,,Grindavík ætlar að tefla fram öflugu liði í Pepsideild kvenna næsta sumar. Við erum að vinna í fullu í leikmannamálum og verða nokkrar breytingar sem miða að því að koma Grindavík í fremstu röð í kvennaboltanum, við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni næsta sumar," sagði Garðar Páll.

Mynd: Jón Þór Brandsson þjálfari Grindavíkur og Jóna Sigríður Jónsdóttir.