Jón Pétur aðstoðar Kjartan með Keflavík
Jón Pétur Róbertsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá meistaraflokki Keflavíkur fram á haust og mun hann hefja starf eftir Verslunarmannahelgi. Jón Pétur aðstoðaði Kjartan eitthvað með æfingar í vetur og þekkir því nokkuð til strákanna í liðinu. Jón mun sjá um sérstakar æfingar fyrir Keflavíkurliðið en Jón Örvar Arason mun halda áfram sem aðstoðarþjálfari Kjartans.
Jón Pétur hefur verið að mennta sig í íþróttafræðum í Svíþjóð og þjálfaði m.a. eitthvað hjá sænska knattspyrnuliðinu Örgryte. Að sögn Rúnar Arnarssonar formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur líkaði strákunum í liðinu mjög vel við Jón Pétur þegar hann þjálfaði þá fyrr í vetur og því þótti sjálfsagt að fá hann aftur þar sem hann er á leið heim til Íslands. Mun hann einnig vinna við hin ýmsu verkefni fyrir félagið.
Jón Pétur hefur verið að mennta sig í íþróttafræðum í Svíþjóð og þjálfaði m.a. eitthvað hjá sænska knattspyrnuliðinu Örgryte. Að sögn Rúnar Arnarssonar formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur líkaði strákunum í liðinu mjög vel við Jón Pétur þegar hann þjálfaði þá fyrr í vetur og því þótti sjálfsagt að fá hann aftur þar sem hann er á leið heim til Íslands. Mun hann einnig vinna við hin ýmsu verkefni fyrir félagið.