Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Ólafsson gaf Keflavík 5000 lítra af vatni!
Þriðjudagur 26. ágúst 2008 kl. 11:01

Jón Ólafsson gaf Keflavík 5000 lítra af vatni!

Jón Ólafsson og fyrirtæki hans, Icelandic Glacial, gaf körfuknattleiksdeild Keflavíkur um 5000 lítra af vatni á dögunum. Körfuknattleiksdeildin ætlar að nýta sér þennan styrk til að fjármagna þann kostnað sem fer í reka deildina. Að sögn Margeirs Elentínusarsonar, formanns körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, þá hyggst deildin fá fyrirtæki á Suðurnesjum til að dreifa vatninu á Ljósanótt og styrkja þar með körfuboltann í Keflavík í leiðinni.

„Það fylgir því mikill kostnaður að reka deildina og við vonumst til að fá fyrirtæki hér á Suðurnesjum með okkur í lið,“ sagði Margeir sem hvetur fyrirtæki á Suðurnesjum og víðar að veita sér stuðning.



VF-MYND/JJK: Leikmenn hjá bæði kvenna og karlaliði Keflavíkur standa hjá einu af vatnsbrettunum sem Keflavík fékk í styrk frá Icelandic Glacial.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024