Jón og veðhlaupahestarnir teknir við í Keflavík
Nýr formaður og ný stjórn tók við í Knattspyrnudeild Keflavíkur eftir aukaaðalfund í Íþróttahúsi Keflavíkur í gærkvöldi. Jón G. Benediktsson var kjörinn formaður en engin önnur framboð bárust í formannsembættið.
Aukaaðalfundurinn var stuttur, rétt rúmar tíu mínútur en fundarstjóri var Ragnar Örn Pétursson. Með Jóni voru í fjórmenningarnir Gunnar Oddsson, Karl Finnbogason, Hermann Helgason og Þorleifur Björnsson í kjöri til stjórnar og fengu þeir lófaklapp viðstaddra áttatíu fundarmanna. Þá var einnig tilkynnt um fulltrúa í varastjórn sem vinnur náið með stjórn og formanni. Þau eru: Stefán Guðjónsson, Hjördís Baldursdóttir, Björgvin Ívar Baldursson, Ingvar Georgsson og Ólafur Bjarnason.
Fundarmenn höfðu varla tíma til að fá sér kaffi því fundurinn gekk hratt og vel fyrir sig. Nýr formaður og fylgdarlið hans er með ærið verkefni fyrir höndum; að koma Keflavík í hóp bestu liða á Íslandi á nýjan leik.