Jón Oddur náði 3. sæti á Evrópumeistaramótinu
Jón Oddur Sigurðsson, sundmaður úr UMFN komst í 3.sæti í 50 m bringusundi á Evrópumeistaramótinu á Möltu fyrir helgina.
Jón Oddur synti sig inn í undanúrslit á tímanum 30.23 en bætti síðan árangur sinn og synti næst á 29.88 sem var áttundi tími inn í úrslit og jafnframt piltamet. Í úrslitum var hann ekki búinn að fá nóg. Hann stal senunni og náði 3. sæti sem er stórglæsilegur árangur, og bætti um leið piltametið og setti Íslandsmet.
Jón Oddur synti sig inn í undanúrslit á tímanum 30.23 en bætti síðan árangur sinn og synti næst á 29.88 sem var áttundi tími inn í úrslit og jafnframt piltamet. Í úrslitum var hann ekki búinn að fá nóg. Hann stal senunni og náði 3. sæti sem er stórglæsilegur árangur, og bætti um leið piltametið og setti Íslandsmet.