Jón Oddur íþróttamaður vikunnar
Sundmaðurinn Jón Oddur Sigurðsson var í síðustu viku útnefndur íþróttamaður vikunnar í Stony Brook háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hann er við nám. Jón Oddur syndir fyrir Seawolves (Sæúlfana) sem er sundlið skólans.
Jón synti á 56,04 sekúndum í 100m bringusundi og bætti sig þar ytra um 40 sekúndubrot frá síðasta meistaramóti. Með sundinu átti Jón ríkan þátt í að koma Sæúlfunum í þriðja sætið í meistaramótinu.