Jón Norðdal aðstoðar Helga Jónas
Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og landsliðsins, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Keflavík í körfuboltanum til næstu tveggja ára. Auk þess að aðstoða Helga Jónas Guðfinnsson með meistaraflokk karla mun Jón þjálfa unglingaflokk karla. Heimasíða Keflavíkur greinir frá.
Jón, sem er menntaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, hefur m.a. þjálfað 10., 11. og drengjaflokk félagsins undanfarin ár en óhætt er að segja að með Jóni komi að auki hellings reynsla enda hefur hann spilað hundruði leikja fyrir Keflavík og landslið Íslands.