Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Kristjánsson verður næsti þjálfari Þróttar Vogum
Föstudagur 14. október 2011 kl. 09:48

Jón Kristjánsson verður næsti þjálfari Þróttar Vogum

Í gær skrifaði Jón Kristjánsson undir eins árs samning við Þrótt Vogum um þjálfun meistaraflokks félagsins. Tekur hann við af Sigurði H. Guðjónssyni sem þjálfaði liðið í sumar.
Verður næsta tímabil fimmta árið í röð sem Þróttur Vogum tekur þátt í íslandsmótinu. Á næsta ári verður félagið 80. ára og er félagið að fara taka í notkun nýja og glæsilega keppnis og æfingaaðstöðu.

Jón sem er 34. ára, á að baki farsælan feril sem þjálfari þrátt fyrir ungan aldur og hefur hann þjálfað Hamar frá Hveragerði síðustu þrjú árin. Knattspyrnudeild Þróttar lýsir yfir mikilli ánægju að fá Jón til starfa og eru bundar miklar vonir við störf hans.

Meðfylgjandi mynd: Jón Kristjánsson til vinstri og Marteinn Ægisson formaður mfl.ráðs Þróttar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024