Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 6. febrúar 1999 kl. 13:20

JÓN KR. MEÐ FLESTA BIKARLEIKI

Þegar áhugamenn um körfuknattleik vantar tölulegar upplýsingar um stöðu, gengi og frammistöðu Keflvíkinga í gegn um árin er leitað til tölugúrúsins Sigga Valgeirs, fyrrverandi dómara, og aðstoðarmanns Sigurðar Ingimundarsonar þjálfara. Skv. skjalasafni Sigurðar hefur Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari, leikið flesta bikarleiki fyrir hönd Keflavíkur eða 47. Á hæla honum kemur Guðjón Skúlason með 46 stk. og mun hann jafna met Jóns í úrslitaleiknum sjálfum en þriðji er þjálfarinn Sigurður Ingimundarson með 37 leiki. Guðjón Skúlason hefur skorað langflest stigin í bikarnum eða 826 sem gerir 18 stig að meðaltali en Jón Kr. er næstur með 688 eða 14,6 meðaltal.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024