Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 29. janúar 1999 kl. 22:22

JÓN INGI SIGRAÐI

Jón Ingi Ægisson oft kallaður „Vogavélmennið“ sigraði á áttunda Langbest-snókermótinu á Knattborðsstofunni í fyrrakvöld. Hann lagði Þormar Viggósson í úrslitum 3:1. Í undanúrslitum lagði Þormar Guðbjörn Gunnarsson 3:0 og Jón Ingi vann Jón Ólaf Jónsson 3:1. Staðan eftir 8 mót er þannig að Jón Óli er efstur með 485 stig, Guðmundur Stefánsson er annar með 300 og Þormar er þriðji með 240 stig.Úrslit í flokkamótinu fara fram næsta laugardag. Öllum er velkomið að fylgjast með.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024