Jón Ingi og Kristján Evrópumeistarar í snóker 40+
Keflvíkingurinn Jón Ingi Ægisson og félagi hans, Kristján B. Helgason urðu Evrópumeistarar í tvímenningi í snóker, 40 ára og eldri en mótið fór fram í Albaníu um sl. helgi.
Þeir félagar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni en unnu svo Belga í 8-liða úrslitum 4:0. Í undanúrslitum lágu svo Skotar 4:0 og frændur þeirra frá Írlandi voru svo síðasta liðið sem mátti þola tap gegn sterku íslensku liði.
Jón Ingi hefur farið mikinn í snókernum að undanförnu en hann varð í 2. sæti á Íslandsmótinu eftir úrslitaleik við Kristján.