Jón Ingi í 2. sæti á sterku snókermóti um helgina
	Jón Ingi Ægisson hafnaði í öðru sæti í sterku snókermóti um helgina sem fram fór á Billiardbarnum Faxafeni 12. Jón Ingi Ægisson og Kristján Helgason léku til úrslita í 5. stigamóti opins flokks.  
	Eins og fram kemur í upprunalegri frétt á vefsíðunni 123.is léku þeir báðir mjög góðan snóker í gegnum mótið þó svo að sumir leikir hafi unnist tæpt. 
	Kristján átti í vandræðum með Sigurð Kristjánsson í 8 manna og sama gilti um leik Jóns Inga við Örvar Guðmundsson í undanúrslitum. Kristján vann úrslitaleikinn 4-0 og var leikurinn sýndur beint á sporttv.is.
				
	
				

 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				