Jón Halldór til Grindavíkur
Keflvíkingurinn Jón Halldór Eðvaldsson sem stýra mun Grindavíkurkonum í Domino's deild kvenna í körfubolta næstu tvö árin.
Guðmundur Bragason ákvað að halda ekki áfram með liðið og tilkynnti það nýlega á lokahófi þeirra Grindvíkinga. Jón Halldór tekur því við af Guðmundi og Crystal Smith sem stýrðu liðinu á síðustu leiktíð. Frá þessu er greint á karfan.is.
Grindvíkingar komust ekki í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna þetta tímabilið, höfnuðu í 6. sæti með 9 sigra og 19 tapleiki.