Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Halldór næsti þjálfari Keflavíkurkvenna
Þriðjudagur 13. júní 2006 kl. 14:15

Jón Halldór næsti þjálfari Keflavíkurkvenna

Jón Halldór Eðvaldsson verður næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik, honum til aðstoðar verður Agnar Mar Gunnarsson. Gerður var tveggja ára samningur við þjálfarana.

Jón hefur töluverða reynslu af þjálfun kvennaliða og hefur þjálfað yngri flokka hjá Keflavík auk þess hefur hann verið við þjálfun yngri landsliða hjá KKÍ.

Agnar Mar hefur einnig talsverða reynslu af þjálfun en þetta er frumraun Jóns sem þjálfara í efstu deild kvenna. Agnar hefur hinsvegar fengið smjörþefinn af deildinni þar sem hann var aðstoðarmaður Jóns Júlíusar Árnasonar þegar þeir félagar voru með kvennalið Njarðvíkur fyrir tveimur árum.

www.keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024