Jón Halldór: Hroki í mínu liði tapaði leiknum
Þau óvæntu úrslit áttu sér stað í
Jón Halldór var ekki ánægður með dómara leiksins en sagði enga utanaðkomandi þætti hafa átt sök á tapinu. ,,Dómararnir töpuðu ekki þessum leik fyrir okkur. Það hvarflar ekki að mér að kenna þeim um þetta tap. Ég var ekki ánægður með dómgæsluna en hún tapaði ekki þessum leik heldur hroki í mínu liðið. Stelpurnar mættu í þennan leik haldandi það að þær séu betri en allt og allir. Ef þú berð ekki virðingu fyrir andstæðingi þínum þá tapar þú, svo einfalt er það,” sagði Jón í samtali við Víkurfréttir en hann var enn í töluverðu uppnámi að eign sögn eftir tapleikinn í Hveragerði í gærkvöldi.
,,
,,Þetta er einfalt mál, það eru aðeins tvær leiðir í boði fyrir okkur. Ein er að leggjast í volæði, grenja og kenna ytri aðilum eða öflum um tapið en hin leiðin er að bíta í skjaldarrendur og taka sig saman í andlitinu, bæði ég og leikmenn. Við þurfum að spyrja okkur sjálf að því hvað við viljum fá út úr því að vera í körfubolta. Ef við förum þessa seinni leið þá getur allt gerst,” sagði Jón.
Tapið liggur enn þungt á Jóni en hann hefur verið viðriðinn körfuknattleik síðan hann var sex ára gamall. ,,Leikurinn í gær toppaði allt sem ég hef séð. Ég stóð bara þarna og klóraði mér í hausnum. Ef við spilum eins og við gerðum í gær í síðustu umferðinni gegn Haukum þá töpum við með 50 stigum gegn þeim. Vonbrigðin við þennan leik í gær eru meiri í dag en í gær en maður kemst yfir þetta, það er kosturinn við íþróttir,” sagði Jón.
Síðast umferðin í
VF-mynd/ Jón Halldór og Agnar Mar, þjálfarar Keflavíkurkvenna, ræða málin við leikmenn Keflavíkurliðsins í Laugardalshöll.