Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Halldór hættur hjá Grindavík
Miðvikudagur 12. febrúar 2014 kl. 14:00

Jón Halldór hættur hjá Grindavík

Jón Halldór Eðvaldsson er hættur sem þjálfari liðs Grindavíkur í Domino´s deild kvenna. Þetta staðfesti fulltrúi í stjórn kvennaráðs KKD Grindavíkur við Karfan.is í dag.

Ástæða brotthvarfs Jóns mun vera staða liðsins í deildinni en Grindavík er í næstneðsta sæti deildarinnar. Lewis Clinch Jr. leikmaður karlaliðs Grindavíkur mun taka við starfi Jóns Halldórs sem aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Hamid Dicko.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024