Jón hættur með Keflavíkurstúlkur
Jón Guðmundsson sem þjálfaði Keflavíkurstúlkur í Domino’s deildinni í körfubolta verður ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili. Hann tilkynnti þetta eftir tapið gegn Val í úrslitunum.
Jón sagði í viðtali við karfan.is að ástæðan væri breytingar í vinnu hans og allt væri gert í bróðerni milli hans og Keflavíkur.