Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Bjarni og Halldór sigruðu í Tjarnagrill-rallinu
Mánudagur 16. maí 2011 kl. 16:42

Jón Bjarni og Halldór sigruðu í Tjarnagrill-rallinu

Sigurvegarar í Tjarnagrill-rallinu sem fram fór á Suðurnesjum um sl. helgi urðu þeir Jón Bjarni og Halldór Gunnar á Subaru Impreza STi en þeir luku keppni heilum 34 sekúndum á undan næstu áhöfn, þeim Hilmari og Davíð á MMC Evo7. Nýliðarnir Jón Örn og Sigurjón á MMC Evo6 komu í mark á tímanum 1klst 12 mín og 17 sec eða einni mínútu og 41 sec á eftir þeim Hilmari og Davíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í flokki fjórhjóladrifsbíla án túrbínu voru það þeir Guðmundur og Ólafur á Subaru Impreza sem sigrðuðu en þeir óku keppnina á 1 klst 18 mínútum og 54 sekúndum.


Í flokki bíla með drif á einum öxli voru það heimamennirnir Ragnar og Andri á Peugout 306 sem komu í mark á tímanum 1 klst 19 mínútur og 14 sekúndur eða aðeins þremur sekúndum á undan þeim Hlöðver og Gísla á Toyota Corolla.

Alla tíma má sjá á www.aifs.is.