Jón Axel til Þýskalands
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson hefur gert eins árs samning við þýska körfuboltafélagið Fraport Skyliner. Jón Axel hefur undanfarin fjögur ár leikið fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólaboltanum. Árið 2019 var Jón Axel valinn leikmaður ársins í Atlantic 10. Jón Axel hefur átt frábæran feril með Davidson-liðinu og til stóð að hann færi í nýliðaval NBA í haust en svo var ennþá mikil óvissa vestanhafs vegna frestunar á yfirstandandi tímabili.
Samningur Jóns Axels við Skyliners gildir út komandi leiktímabil, 2020-2021. Lið Fraport Skyliners endaði í 7.-8. sæti í þýsku deildinni í ár en liðið varð þýskur meistari árið 2004 og vann þar að auki FIBA Europe cup árið 2016. Jón Axel er 23 ára gamall bakvörður og lék með Grindavík þar til að hann fór til náms vestanhafs. Hann hefur leikið 11 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
grindavik.is
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá margar flottar körfur hjá Jóni Axel með Davidson liðinu.