Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jón Axel og Elvar Már léku vel með sínum liðum
Jón Axell undir körfunni í gær. Mynd: FIBA.basketball
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 9. febrúar 2022 kl. 09:29

Jón Axel og Elvar Már léku vel með sínum liðum

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson voru báðir í sigurliðum í FIBA Europe Cup í gær. Jón Axel og lið hans Crailsheim Merlins unnu Kyiv-Basket sannfærandi 82:62 og var Jón með níu stig í leiknum auk þess að taka fimm fráköst, eiga þrjár stoðsendingar og stela boltanum einu sinni. Elvar Már Friðriksson og félagar í Antwerp Giants lögðu Reggio Emilia, efsta lið riðilsins, 101:59 og var Elvar Már með tíu stig, sex fráköst og níu stoðsendingar í leiknum. 
Elvar Már í leiknum í gær. Mynd: FIBA.basketball

Crailsheim Merlins er í öðru sæti J-riðils með þrjá sigra og tvö töp en Antwerp Giants eru með tvo sigra og þrjú töp og komast því ekki upp úr riðlinum. Jón Axel og félagar í Crailsheim Merlins leika á föstudag gegn Reggio Emilia sem er í efsta sæti riðilsins. Í spilurunum hér að neðan má sjá leikina frá því í gær.

Crailsheim Merlins 82:62 Kyiv-Basket

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Antwerp Giants 101:59 Reggio Emilia

Tengdar fréttir