Jón Axel nýliði vikunnar
Grindvíkingurinn gerir það gott í háskólaboltanum
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera það gott í Davidson háskólanum í körfboltanum. Eftir frábæra frammistöðu í síðustu viku var Jón Axel kjörinn nýliði vikunnar í sinni deild, en hann er á sínu fyrsta ári í gamla skólanum hans Steph Curry í Norður Karolínu. Jón Axel var með 10 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar í vikunni gegn Jacksonville.