Jón Axel lék vel þegar Steph Curry mætti í heimsókn
Curry heiðraður hjá Davidson skólanum
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson lék vel í sigri Davidson á Duquesne í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. Í leiknum var frægasti sonur skólans, sjálfur Steph Curry leikmaður Golden state warriors sérstaklega heiðraður. Jón Axel skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendignar og stal 3 boltum í leiknum sem endaði með 74:60 sigri heimamanna í Davidson skólanum.
Curry sem er einn besti leikmaður heims, NBA meistari og tvöfaldur MVP, er stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi. Hér að neðan má sjá flotta samantekt úr leiknum.