Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Axel lék vel þegar Steph Curry mætti í heimsókn
Miðvikudagur 25. janúar 2017 kl. 16:08

Jón Axel lék vel þegar Steph Curry mætti í heimsókn

Curry heiðraður hjá Davidson skólanum

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson lék vel í sigri Davidson á Duquesne í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. Í leiknum var frægasti sonur skólans, sjálfur Steph Curry leikmaður Golden state warriors sérstaklega heiðraður. Jón Axel skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendignar og stal 3 boltum í leiknum sem endaði með 74:60 sigri heimamanna í Davidson skólanum.

Curry sem er einn besti leikmaður heims, NBA meistari og tvöfaldur MVP, er stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi. Hér að neðan má sjá flotta samantekt úr leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024