Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Axel kominn í þúsund stig
Mánudagur 28. janúar 2019 kl. 10:01

Jón Axel kominn í þúsund stig

Grindvíkingurinn að slá í gegn í háskólakörfunni í Bandaríkjunum

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson hefur verið að gera það gott í háskóla körfuboltanum í Bandaríkjunum. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 27 stig í 54-53 sigri Davidson gegn St. Louis í æsispennandi leik.

Grindvíkingurinn skoraði sem sagt helming stiga liðsins auk þess að taka 5 fráköst og senda eina stoðsendingu. Hann tryggði sigur í leiknum með tveimur vítaskotum þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Alveg magnað hjá okkar manni.

Jón Axel toppaði svo frammistöðuna með því að komast í 1000 stiga múrinn hjá Davidson.
Meðfylgjandi er skemmtilegt myndband í tilefni þessa flotta áfanga Jóns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024