Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jón Axel í úrvalsliði - Íslendingar töpuðu í úrslitum
Mánudagur 25. júlí 2016 kl. 09:34

Jón Axel í úrvalsliði - Íslendingar töpuðu í úrslitum

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var valinn í fimm manna úrvalslið á Evrópumóti U20 liða í körfubolta sem lauk í gær í Grikklandi. Íslendingar léku til úrslita á mótinu en urðu að sætta sig við tap gegn Svartfjallalandi eftir framlengingu.

Jón Axel var besti maður íslenska liðsins og leiddi liðið með 17 stig í leik og rúm átta fráköst á mótinu. Í úrslitaleiknum skoraði Jón 23 stig og tók 13 fráköst. Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson var einnig mjög drjúgur, en hann skoraði m.a. þriggja stiga körfu undir lok úrslitaleiks og jafnaði þar með metin. Kristinn skoraði níu stig að meðaltali og tók sex fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón Axel er á leið í bandaríska háskólaboltann í haust en þar leikur einmitt Kristinn Pálsson með liði Marist í New York fylki.