Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Axel í sum­ar­deild NBA
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 28. júlí 2021 kl. 13:27

Jón Axel í sum­ar­deild NBA

Grindvíski körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson mun leika með liði Phoenix Suns í sumardeild NBA í Las Vegas í næsta mánuði. Sumardeildin er hluti af undirbúningstímabili körfuboltans vestanhafs en mörg af stærstu liðum Bandaríkjanna taka þátt í henni.

Jón Axel gerði eins árs samning við þýska körfuboltafélagið Fraport Skyliner á síðasta ári en hann lék í fjögur ár þar á undan fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólaboltanum. Þar átti hann frábæran feril og árið 2019 var Jón Axel valinn leikmaður ársins í Atlantic 10. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón Axel tók þátt í NBA-nýliðavalinu í haust en var ekki í hópi þeirra sextíu leikmanna sem voru valdir en gríðarlegur fjöldi leikmanna tekur þátt í valinu á hverju ári. Vitað var af áhuga nokkura liða á Jóni Axel. Lið eins og Charlotte Hornets, Sacramento Kings og Golden State Warriors voru þar nefnd til sögunnar.

Sumardeild NBA er leikin án fastra leikmenn liðanna og er hún hugsuð sem vettvangur til að gefa yngri leikmönnum, og samningslausum, tækifæri til að sanna sig.