Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Axel gerir það gott í háskólaboltanum
Þriðjudagur 16. janúar 2018 kl. 11:09

Jón Axel gerir það gott í háskólaboltanum

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, sem leikur með Davidson í bandaríska háskólaboltanum í körfu, stóð sig vel í sigri liðsins á Fordham á dögunum. Davidson vann leikinn örugglega en lokatölur leiksins voru 75-47.
Jón Axel var stigahæstur með 18 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hann var einnig með 50% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna eða þrjár körfur í sex tilraunum. Þá tapaði hann aðeins einum bolta og lék í 34 mínútur.
Jón Axel hefur verið að gera það gott með Davidson liðinu í vetur og meðaltal hans í leik er 14,6 stig, 6 fráköst og 4,6 stoðsendingar.
Hér má nálgast tölfræði Jóns Axels með Davidson í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024