Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Axel aftur í þýsku úrvalsdeildina
Jón Axel leik með Fraport Skyliners á síðasta tímabili.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 19. janúar 2022 kl. 09:44

Jón Axel aftur í þýsku úrvalsdeildina

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson hefur samið við Crailsheim Merlins um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í þýsku úrvalsdeildinni en hann lék með Fraport Skyliners í sömu deild á síðasta tímabili.

Það er Karfan.is sem greinir frá.

Jón Axel hefur verið á mála hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu frá síðasta hausti en þar á undan lék Jón með Fraport Skyliners þar sem hann skilaði tólf stigum, þremur fráköstum og fjórum stoðsendingum að meðaltali í leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Merlins eru sem stendur í 8. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með tíu sigra og sex töp það sem af er tímabili.

Tengdar fréttir