Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Jólaskákmót í Grindavík
Mánudagur 25. nóvember 2013 kl. 08:31

Jólaskákmót í Grindavík

Skákin fer vel af stað í Grunnskóla  Grindavíkur. Í kringum 120 krakkar  fá skákkennslu einu sinni í viku allan veturinn eða um það bil 36 skipti. Allar rannsóknir sem hafa verið gerðar á skákiðkun barna hafa sýnt fram á bættan námsárangur í stærðfræði og lestri sem og félagsfærni ef nemendur hafa fengið skákkennslu oftar en 30 skipti. Það er Siguringi Sigurjónsson sem sér um skákkennsluna.

Í desember verður haldið jólamót í skák og keppt í fjórum flokkum; flokki 7-10 ára drengja og flokki 11-16 ára drengja, flokki  7-10 ára stúlkna og flokki 11-16 ára stúlkna . Mótið er opið fyrir öll börn á Suðurnesjum.  Á síðasta ári var jólamótið haldið í Reykjanesbæ með góðri þátttöku en nú í ár verður það haldið í Grindavík og vonumst við til að gera enn betur. Allar upplýsingar um stað og tíma verða auglýstar vel á heimasíðu okkar snemma í desember.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25