Jólapúttmót í HF í kvöld
Jólapúttmót GS fer fram í kvöld í HF. Allir eru velkomnir, bæði GS félagar og aðrir. Boðið verður uppá piparkökur og rjúkandi kaffi og kakó.
Mótið hefst kl 19.00. Barna- og unglingaráð GS sér um púttmót alla mánudaga í HF og stendur vaktina þar mánudaga til fimmtudaga kl. 18-21 og laugardaga kl. 11-15.
Í HF er hægt að pútta og slá í net og þá er búið að koma golfhermi í gagnið á ný.
Unglingaráð hvetur alla að mæta í jólapúttmótið, ekki síst félaga í Púttklúbbi Suðurnesja.