Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:35

JÓI SKORAR MEÐ VARALIÐI WATFORD

Ég veit ekkert um hvernig staða mín er fyrir leiki helgarinnar þar semstjórinn tilkynnir aldrei liðið fyrren á föstudögum. En ég er búinn að standa mig ágætlega í síðustu varaliðs leikjum, skorað 3 í síðustu 5 leikjum“, sagði Keflvíkingurinn Jóhann Guðmundsson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Watford í Englandi. „Ég hef verið að spila hægri eða vinstri kant. Varaliðið spilaði á mánudaginn gegn varaliði Chelsea en ég var ekki látinn spila vegna þess að menn eru að koma uppúr meiðslum og þurfa að komast í leikform þannig að ég er bara búinn að vera með aðalliðinu í þessari viku en það eru nú fleiri leikmenn einnig sem ekki hafa verið í byrjunarliðinu undanfarið svo að það segir manni lítið um hvort maður fái að spila um helgina eða ekki. Þrátt fyrir slakt gengi undanfarið þá var haldið árlegt jólaglögg leikmanna í gær og var farið á hundaveðreiðar og var það alveg ótrúlega skemmtilegt (þess ber að geta að geta að ég kom út á sléttu). Það er búið að versla mikið af leikmönnum undanfarið og við erum orðnir hvorki fleiri né færri en 39 talsins þannig að það er úr mörgum leikmönnum að velja en ef maður reynir að halda áfram að standa sig hlýtur að koma að því að maður fái tækifæri“, sagði Jóhann hress í samtali við VF í gær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024