Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jói lenti í 3. sæti hjá ófötluðum
Mánudagur 12. júlí 2004 kl. 14:49

Jói lenti í 3. sæti hjá ófötluðum

Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson frá Keflavík lenti í þriðja sæti á Landsmóti UMFÍ um helgina.

Jóhann, sem er bundinn við hjólastól eins og flestir vita, lagði hvern ófatlaðan andstæðinginn á fætur öðrum. Hann tapaði loks gegn Matthíasi Stephensen (bróður Guðmundar) í æsispennandi undanúrslitaleik.

Í leik um bronsið lagði Jóhann Axel Sæland að velli með öruggum hætti, 3-0.

Eins og Víkurfréttir hafa þegar greint frá er Jóhann að búa sig undir keppni á Ólympíumóti fatlaðra og virðist vera í hörkuformi. „Ég er í góðum gír núna og er að æfa á fullu með borðtennisfólki í KR,“ sagði Jóhann sem er farinn að velgja bestu borðtennismönnum landsins undir uggum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024