Jói Kristjáns varði titla sína
Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson varði Íslandsmeistaratitla sína þrjá á Íslandsmóti fatlaðra sem fór fram um helgina. Jóhann sigraði í flokki sitjandi keppenda, tvíliðaleik og í opnum flokki.
Þótt Jói hafi borið höfuð og herðar yfir aðra keppendur undanfarin ár og unnið ófáa titlana er afrek hans í ár sérlega markvert. Hann brenndist illa fyrir fimm mánuðum og hefur verið í endurhæfingu, en fékk að skjótast út til að taka þátt í mótinu með fyrrgreindum árangri og hirti alla titla sem voru í boði.
Þótt Jói hafi borið höfuð og herðar yfir aðra keppendur undanfarin ár og unnið ófáa titlana er afrek hans í ár sérlega markvert. Hann brenndist illa fyrir fimm mánuðum og hefur verið í endurhæfingu, en fékk að skjótast út til að taka þátt í mótinu með fyrrgreindum árangri og hirti alla titla sem voru í boði.