Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jói „drummer“ stjórnaði Víkingaklappi á íþróttahátíð BBC
Sunnudagur 18. desember 2016 kl. 22:32

Jói „drummer“ stjórnaði Víkingaklappi á íþróttahátíð BBC

Keflvíkingurinn Jói drummer eða Jóhann D. Bianco sló trommuna í Víkingaklappinu ásamt einu félaga sínum úr tólfunni á heiðursverðlaunahátíð á vegum BBC í Englandi en þá er m.a. íþróttamaður ársins valinn. Tólfan fór sem kunnugt er á kostum á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar.

Tvímenningarnir fóru sem fulltrúar Tólfunnar til að stýra Víkingaklappinu á hátíðinni. Eins og flestir muna niðurlægðu Íslendingar þá ensku í 16 liða úrslitum EM í sumar með 2-1 sigri.
Jóhann var í essinu sínu í kvöld og náði gestum á hátíðinni með í fjörið.

Hér fyrir neðan er okkar maður á mynd með fyrrum knattspyrnugoðinu Gary Lineker en hann er sjónvarpsmaður hjá BBC og einn þeirra sem var í þessari útsendingu. Og einn gesta sem tók vel undir í Víkingaklappinu var enginn annar en Vilhjálmur prins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024