Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jói bjartsýnn í Kóreu
Fimmtudagur 28. október 2010 kl. 11:34

Jói bjartsýnn í Kóreu


Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson og landsliðsþjálfari ÍF í borðtennis, Helgi Þór Gunnarsson, eru mættir til Gwangju í Kóreu þar sem heimsmeistaramót fatlaðra í borðtennis mun fara fram næstu daga. Þar mun Jóhann etja kappi við sterkustu borðtennisspilara heims. Jóhann kemur vel undirbúinn til leiks en fyrir mótið var hann í æfingabúðum í Slóveníu. Hann segir hins vegar dagsformið ráða mestu um árangurinn.

Jóhann hóf leik í opnum flokki í fyrrada og mætti þar feiknasterkjum Þjóðverja sem er klassa ofar en Jóhann. Loturnar þeirra voru jafnar en Þjóðverjinn náði alltaf að tryggja sér sigur í lokin og sigraði 3-0.
Jóhann spilar á morgun í sínum flokku og segir riðilinn mjög erfiðan „Í hann drógust auk mín Kóreubúi og Frakki, hvoru tveggja mjög sterkir spilarar. En ef maður hittir á dagsformið á þetta að geta dottið,“ segir Jói sem keppir í sitjandi flokki C2. Tveir spilarar komast upp úr riðlinum. „Það dugar því að vinna í öðrum leiknum, þá er maður kominn áfram. En maður tekur eitt verkefni í einu og þrumar á þetta,“ segir Jói og er bjartsýnn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024