Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jói bíður og vonar
Föstudagur 4. janúar 2008 kl. 10:11

Jói bíður og vonar

Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtenniskappi úr Nes, bíður nú og vonar það besta með að komast inn á Ólympíumót fatlaðra sem haldið verður í Peking í Kína síðar á þessu ári.
Hann tók þátt í opna bandaríska mótinu sem fór fram í Chicago á milli jóla og nýárs og náði þar ásættanlegum árangri, fjórða sæti í sínum flokki, en náði ekki að safna eins mörgum stigum og hann hefði viljað.


„Ég náði alveg sæmilega langt, en það var einn mótherji sem mætti ekki í leikinn á móti mér og þó ég fengi skráðan á mig sigurinn fékk ég ekki stigin sem ég hefði fengið ef ég hefði sigrað hann. Þess vegna er ég enn í 14. Sæti á heimslistanum, en fyrir neðan mig er Ameríkumeistarinn sem fer sjálfkrafa upp fyrir mig og þannig er ég ekki að komast inn sjálfkrafa.“

Jóhann bætir því við að framkvæmd mótsins hafi verið einkennileg þar sem að í sama sal og borðtenniskeppnin fór fram var blakmót og fimleikamót. Skarkalinn frá þeim hafi því síst verið til að auka einbeitingu borðtennismannanna.

„Nú verð ég bara að bíða og sjá með hvernig þetta verður sett upp. Ég á möguleika á svokölluðu WildCard sæti og svo er ekki víst að allir sem eru fyrir ofan mig skrái sig til leiks á leikunum. Hvernig sem fer gerði ég allaveganna mitt besta og þetta síðasta ár var mitt allra besta á ferlinum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024