Jóhannes aðstoðarþjálfari Keflvíkinga
Efla skal kvennaknattspyrnuna hjá félaginu
Jóhannes Hleiðar Gíslason var í vikunni ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Keflavíkur í knattspyrnu. Hann verður því Heiðari Birni Torleifssyni þjálfara liðsins til aðstoðar fram á haust. Ráðningin er liður í því að efla kvennaknattspyrnuna hjá Keflavík. Þess má geta að Jóhannes er Keflvíkingur og lék með yngri flokkum félagsins. Hann lék einnig á sínum tíma einn leik með Keflavík í efstu deild. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.