Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhanna Margrét sigraði unglingaflokkinn á Landsmótinu
Þriðjudagur 12. júlí 2011 kl. 14:41

Jóhanna Margrét sigraði unglingaflokkinn á Landsmótinu

Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bruni frá Hafsteinsstöðum náðu þeim frábæra árangri að sigra unglingaflokkinn á Landsmótinu á Vindheimamelum sem fram fór á dögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þau komu inn í öðru sæti inn í úrslitin á eftir Gústafi Ásgeiri og Naski frá Búlandi. Eftir hæga töltið í úrslitunum voru þau Jóhanna Margrét sem er 16 ára og hesturinn Bruni í 6. til 7. sæti en þá kom að brokkinu og settu þau þá í fluggírinn og voru orðin efst eftir það og héldu forustunni allt til enda með glæsilegri sýningu. Þau fengu gríðarlegan stuðning frá frískum og spenntum Mánamönnum sem ekki gátu hamið sig í brekkunni og fögnuðu ógurlega þegar úrslitin voru ljós. Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem Mánamaður vinnur unglingaflokkinn á Landsmóti en tvisvar unnið barnaflokkinn áður. Elva og Svartur árið 1998 og Camilla og Fróði árið 2000.

Einnig náðu þeir Siggi Sig og Kaspar frá Kommu flottum árangri og voru 5 inní A-úrslit í B-flokki. Camilla Petra reið Kaspari í úrslitum og urðu þau í 8 sæti. Ásmundur Ernir og Reyr frá Melabergi náðu fínum árangri og fóru þeir inn í B-úrslit en voru 1 kommu frá því að komast beint í A-úrslitin. En þeir enduðu í 12 sæti og geta unað glaðir við sitt. Aðrir keppendur stóðu sig vel og voru félagi sínu til mikils sóma.