Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann til reynslu hjá AGF
Miðvikudagur 10. ágúst 2005 kl. 13:21

Jóhann til reynslu hjá AGF

Jóhann Birnir Guðmundsson, fyrrverandi leikmaður úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu, er nú staddur í Danmörku til reynslu hjá AGF.

Jóhann leikur nú með sænska liðinu Örgryte og hefur verið að standa sig ágætlega, spilað 11 leiki en ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu. Hann kom til Örgryte frá norska liðinu FC Lyn Oslo en Stefán Gíslason fyrrverandi leikmaður Keflavíkur leikur með Lyn um þessar mundir og er að standa sig vel.

AGF er í 10. sæti dönsku deildarinnar eftir 3 tapleiki og eitt jafntefli. Hægt er að fylgjast með liðinu á heimasíðu AGF: http://www.agf.co.dk/

VF-mynd/ Jóhann (t.v.) ásamt Hjálmari Jónssyni og Tryggva Guðmundssyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024