Jóhann þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis
Arnar Helgi bætti eigin Íslandsmet á glænýju hjóli.
Jóhann Kristjánsson varð í dag þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis á Íslandsmeistaramóti Íþróttasambands fatlaðra sem fram fór í Íþróttahúsinu í Kaplakrika. Mótið er í samstarfi ÍF og Íþróttafélagsins Fjarðar.
Þá bætti Arnar Helgi Lárusson tvö Íslandsmet sem hann sjálfur átti fyrir í hjólastólakappakstri (e. wheelchairracing) en hann kom í mark á 13,31 sek. í 60m. spretti og var 36,32 sek. í 200m. spretti í spánnýjum racer-hjólastól sem hann smíðaði nýverið sjálfur.