Jóhann þrefaldur Íslandsmeistari
Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtenniskappi úr Reykjanesbæ, nældi sér í þrjá Íslandmeistaratitla um helgina á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra. Jóhann sigraði í Í tvíliðaleik, opnum flokki og í sitjandi flokki.
Í tvíliðaleiknum voru Jóhann og Viðar Árnason sigurvegarar eftir úrslitarimmu gegn þeim Sunnu Jónsdóttur og Stefáni Thorarensen. Sunna Jónsdóttir, Akur, hafði sigur í kvennaflokki og í standandi flokki karla sigraði Tómas Björnsson, ÍFR.
Guðmundur Hafsteinsson bar sigur úr býtum í flokki þroskahamlaðra karla og Jóhann Rúnar í sitjandi flokki karla sem og í opnum flokki eins og fyrr greinir.
Keppnin fór fram í TBR húsinu. Sem kunnugt er keppnir Jóhann undir merkjum Ness.
---
Ljósmynd/Sölvi Logason – Jóhann Rúnar var í ham um helgina.