Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann þrefaldur Íslandsmeistari
Sunnudagur 6. apríl 2008 kl. 00:57

Jóhann þrefaldur Íslandsmeistari

Jóhann Rúnar Kristjánssson varð á laugardag þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis. Jóhann hafði sigur í tvíliðaleik, sitjandi flokki og opnum flokki. Magnaður árangur hjá kappanum sem hafði mikla yfirburði á mótinu.
 
Fregna er að vænta eftir helgi um hvort Jóhann komist inn á Ólympíuleika fatlaðra sem fram fara í Peking í Kína síðar á þessu ári. Jóhann er sem stendur í 14. sæti á heimslistanum í sínum flokki en álfumeistarar og heimamenn í Kína eru rétthærri inn á leikana en Jóhann þrátt fyrir að vera neðar en hann á heimslistanum.
 
VF-Mynd/ [email protected]Jóhann Rúnar fór á kostum í íþróttahúsi ÍFR í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024